Landsvirkjun

Landsvirkjun á fjögur dótturfélög, ýmist að hluta eða öllu leyti. Um er að ræða fyrirtæki sem tengjast kjarnastarfsemi Landsvirkjunar en í öllum tilvikum sérhæfa þau sig í afleiddum þáttum orkuvinnslu, svo sem flutningi raforku, stjórnun raforkukerfis, þátttöku í erlendum orkuverkefnum, fjarskiptaþjónustu og tryggingum aflstöðva.

Dótturfélög

Orkufjarskipti hf.

www.orkufjarskipti.is

Orkufjarskipti annast fjarskiptakerfi á raforkusviði og er í jafnri eigu Landsvirkjunar og Landsnets hf.

Landsvirkjun Power

www.lvpower.com

Landsvirkjun Power ehf. hóf starfsemi í ársbyrjun 2008 en hlutverk þess er að nýta þekkingu Landsvirkjunar til að vinna að ráðgjafarverkefnum í orkumálum á alþjóðavettvangi. Landsvirkjun Power ehf. er að fullu í eigu Landsvirkjunar.

Landsnet

www.landsnet.is

Landsnet hf. starfar á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins. Landsnet hf. starfar samkvæmt sérleyfi og er háð eftirliti Orkustofnunar sem ákvarðar tekjurammann sem gjaldskrá fyrirtækisins miðast við. Landsvirkjun á 64,7% hlut í Landsneti hf.

Icelandic Power Insurance

Tilgangur Icelandic Power Insurance er að annast tryggingar og endurtryggingar á aflstöðvum Landsvirkjunar, auk þess að hafa umsjón með framkvæmdatryggingum á verktíma. Fyrirtækið er í fullri eigu Landsvirkjunar.

Önnur félög

Önnur félög

Fyrirtækið tengist jafnframt neðantöldum félögum sem minnihlutahluthafi.

Baðfélag Mývatnssveitar

www.jardbodin.is

Baðfélag Mývatnssveitar hf. Landsvirkjun fer með 15,1% af hlutafé í baðfélaginu í árslok 2013.

DMM lausnir

www.dmm.is

DMM lausnir ehf. er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu upplýsingakerfanna DMM og Inspector.is og ráðgjöf í tengslum við notkun kerfanna hjá viðskiptavinum. Landsvirkjun fer með 16,9% hlut í félaginu.

Neyðarlínan

www.112.is

Neyðarlínan ohf. sér um rekstur neyðarnúmersins 112. Neyðarlínan sér einnig um rekstur Vaktstöðvar siglinga og fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi. Neyðarlínan á og rekur fjarskiptafyrirtækið Tetra Ísland. Landsvirkjun fer með 8% hlut í félaginu.

NýOrka

www.newenergy.is

NýOrka hf. er samvinnuvettvangur orkufyrirtækja og rannsóknastofnana. Leiðarljós NýOrku er að standa fyrir verkefnum til að prófa nýja vetnistækni og stuðla að notkun vetnis í íslensku samfélagi. Landsvirkjun fer með 12% hlut í félaginu.

Farice

www.farice.is

Farice ehf. var stofnað í september 2002 í þeim tilgangi að reka sæstrengina Farice og Danice. Landsvirkjun fer með 28,9% hlut í félaginu.

Netorka

www.netorka.is

Netorka hf. er sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki sem þjónar íslenskum raforkumarkaði. Netorka annast uppgjör og vinnslu sölumælinga og heldur utan um breytingar á viðskiptum raforkuseljenda og kaupenda. Landsvirkjun fer með 6,1% hlut í félaginu.

Íslensk orka

Íslensk orka ehf. stundar starfsemi er tengist orkuöflun og nýtingu hennar. Landsvirkjun fer með 27,2% hlut í félaginu.

Sjávarorka ehf.

www.sjavarorka.com

Sjávarorka ehf. stundar sjávarrannsóknir. Landsvirkjun fer með 33,6% hlut í félaginu.