Frétt

Hækkun á heildsölugjaldskrá rafmagns frá Landsvirkjun

7. desember 2009

Þessi hækkun byggist á því að í langtímasamningum um sölu á rafmagni og svonefndum grunnorkusamningum eru ákvæði um að verð geti tekið árlegum breytingum í samræmi við hækkandi verðlag.

Á grundvelli slíkra ákvæða ákvað Landsvirkjun þann 1. júlí sl. að hækka einingaverð heildsölusamninga um 7,5% eða aðeins um hluta þeirrar 11,9% hækkunar á vísitölu neysluverðs sem átt hafði sér stað.

Þannig frestaði Landsvirkjun fullri samningsbundinni hækkun á gjaldskránni en áskildi sér þó rétt til frekari hækkunar síðar í samræmi við hækkunina á vísitölu neysluverðs. Nú hefur verið ákveðið að hækkunin komi til framkvæmda um áramótin. Hækkunin nemur 4,4% og tekur hún til 7 og 12 ára heildsölusamninga og grunnorkusamninga.

Fréttasafn Prenta