Tilboð í „Búðarhálsvirkjun - Upphafsverk 2010“ , samkvæmt útboðsgögnum BUD-05, dags. febrúar 2010, voru opnuð 11. mars 2010, á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
Tilhögun við opnun tilboðanna var í samræmi við ákvæði greinar 1.15.3 um opnun á tilboðum í útboðsgögnum.
Tilboðin voru opnuð í sömu röð og þau bárust til Landsvirkjunar og nöfn bjóðenda ásamt heildarfjárhæðum tilboða lesin upp af fulltrúum Landsvirkjunar í heyranda hljóði.
Eftirfarandi tilboð bárust og voru lesin upp:
Árni Helgason ehf og verktakafélagið Glaumur ehf. | 495.417.651,- |
---|---|
Háfell ehf | 999.133.989,- |
Þjótandi ehf | 619.564.510,- |
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða | 784.904.121,- |
Íslenskir aðalverktakar | 634.428.678,- |
Ístak | 606.645.454,- |
Suðurverk | 732.872.560,- |
Kostnaðaráætlun kr. 806.936.229,-
Landsvirkjun mun á næstu dögum og vikum fara yfir tilboðin og gert er ráð fyrir því að skrifað verði undir verksamning fyrir lok apríl.
Verkefnið er fyrst og fremst jarðvinnuverkefni og felst í aðalatriðum í eftirfarandi verkþáttum:
Gert er ráð fyrir að vinna við verkið sem nú er boðið út hefjist í byrjun maí 2010 og standi fram í lok nóvember 2010. Verkefnið krefst um það bil 50-70 starfsmanna á þessu tímabili.
Áætlanir Landsvirkjunar miðast við að bjóða út næsta áfanga framkvæmda við virkjunina í lok apríl/ byrjun maí nk. Framkvæmdir við þá áfanga myndu þá hefjast um áramótin 2010/2011. Sú áætlun er þó háð fjármögnun verkefnisins og að samningum um orkusölu sé lokið.
Kynning á upphafsverkum Búðarhálsvirkjunar >>