Frétt

Eldgos hefur engin áhrif á starfsemi Landsvirkjunar

23. apríl 2010

Viðbragðsáætlun Landsvirkjunar tekur meðal annars til vöktunar á loftræsti- og kælikerfum, þéttleika bygginga og samgangna til aflstöðva fyrirtækisins komi þær til með að raskast af völdum öskufalls eða flóða.

Viðbragðsáætlun Landsvirkjunar vegna eldgossins er einnig unnin í samstarfi við Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) sem er með fulltrúa í Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. NSR er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að raforkukerfi landsins. NSR miðlar upplýsingum eftir því sem framvinda atburða gefur tilefni til.

Landsvirkjun mun áfram vakta áhrif eldgossins á stöðvar og aðra starfsemi fyrirtækisins, grípa til viðeigandi viðbragða gerist þess þörf og miðla upplýsingum af framvindu mála.

Fréttir af gosinu birtast reglulega á vef almannavarna http://www.almannavarnir.is/.

Fréttasafn Prenta