Frétt

Landsvirkjun styrkir Ómar Ragnarsson um 2 milljónir króna

20. júlí 2010

Ómar Ragnarsson er einn af þeim sem hefur lagt mikið af mörkum til umræðu um umhverfismál og nýtingu náttúrunnar á undanförnum árum.  Hann hefur í fjöldamörg ár kynnt almenningi náttúruundur og fyrirbrigði, vakið athygli á umhverfisvandamálum og spurt spurninga um nýtingu og vernd íslenskrar náttúru. Þessar spurningar eru sambærilegar þeim sem Landsvirkjun stendur frammi fyrir í sínum rekstri og framtíðarsýn. 

 „Landsvirkjun vill leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að aukinni umræðu á þessum vettvangi. Með því að dýpka umræðuna má nálgast vandaða og upplýsta niðurstöðu um nýtingu náttúruauðlinda sem góð sátt á að geta ríkt um í samfélaginu. Framlag Ómars til umræðunnar hefur verið mikilvægt og við styðjum hann til að halda áfram á þessari braut“, segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Fréttasafn Prenta