Frétt

Gerð sjónmanar á Kröflusvæði lokið

23. júlí 2010

Landsvirkjun hefur unnið að frágangi umhverfis nýjar borholur á Kröflusvæðinu, meðal annars við borholu 40 sem tilheyrir Kröfluvirkjun og var tengd við virkjunina síðast liðinn vetur. Þar sem hluti af búnaði borholunnar sást frá útsýnisstað við Víti var ákveðið að stækka jarðvegssjónmön til að hylja mannvirki sem komu í ljós þegar hola 40 var tengd. Framkvæmdir við holu K-40 tóku tvo daga og er nú  lokið. Sjónmönin var upphaflega sett upp að ósk fulltrúa Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit eftir að honum höfðu borist ábendingar ferðamanna.

 Á meðfylgjandi myndum má sjá breytinguna séð frá útsýnisstað við Víti.

Sjónmön fyrir stækkun 

Sónmön fyrir stækkun

Sjónmön eftir stækkun

Sjónmön eftir stækkun

Fréttasafn Prenta