Frétt

Miðlunarlón Landsvirkjunar fyllast

27. júlí 2010

Gert er ráð fyrir að Hálslón fyllist í lok þessarar viku, en Blöndulón og Þórisvatn í næstu viku. Þetta gerist tveimur til fjórum vikum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það skýrist af meira innrennsli vegna jöklabráðnunar, sem tilkomin er vegna hlýinda á landinu í sumar. Til samanburðar fór Hálslón á yfirfall 6. september á síðasta ári og Blöndulón þann 21. september.

Þegar miðlunarlónin fara á yfirfall má gera ráð fyrir að rennsli aukist verulega í Jökulsá á Dal og í Blöndu, en einnig verður aukning í rennsli Þjórsár.

Fréttasafn Prenta