Frétt

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri, skiptir um starf

6. ágúst 2010

Stefán Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Arion banka. Hann mun taka við nýja starfinu 20. ágúst nk. og mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar á sama tíma.

„Stefán hefur starfað hjá Landsvirkjun í rúmlega 18 ár, fyrst sem yfirmaður lánamála, síðan sem deildarstjóri fjármáladeildar og loks sem framkvæmdastjóri fjármálsviðs frá árinu 2002. Þessi tími hefur verið mikið uppbyggingartímabil í sögu Landsvirkjunar, framleiðslugeta hefur þrefaldast og hefur Stefán gegnt mikilvægu hlutverki við stjórnun og stefnumörkun fyrirtækisins. Eru Stefáni þökkuð farsæl störf í þágu Landsvirkjunar og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi."

Hörður Arnarson, forstjóri

Fréttasafn Prenta