Frétt

Samfélagssjóður Landsvirkjunar

24. nóvember 2010

samfelagssjodur

Landsvirkjun styrkir mörg góð málefni ár hvert og fyrirtækinu berast boð um að taka þátt í og styrkja áhugaverð verkefni.

Samfélagssjóður Landsvirkjunar veitir styrki til lista, góðgerðar-, menningar-, íþrótta- umhverfis- og menntamála.

Þau gildi sem úthlutunarnefnd Samfélagssjóðsins vinnur eftir og horfir til í umsóknum eru:

  • Frumkvæði
  • Samstarf
  • Nýsköpun
  • Jafnrétti
Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.
 

Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum ársfjórðungslega, Umsóknarfrestur er 25. febrúar, 25. maí, 25. ágúst og 25. nóvember ár hvert. Stjórn sjóðsins er skipuð starfsfólki Landsvirkjunar. Stjórnin er skipuð fólki þvert á fyrirtækið og þess gætt að fólk hafi misjafnan bakgrunn í starfi og gætt er að kynjahlutfalli við skipan í stjórn.

Í umsókn þarf að koma fram markmið verkefnis, tímarammi og fjárhagsáætlun auk rökstuðnings hvernig verkefnið styður við gildi og stefnu sjóðsins. Einnig þarf að koma fram sú upphæð sem óskað er eftir.

Fyrirspurnir vegna umsókna í sjóðinn má senda á netfangið samfelagssjodur hjá lv.is

Landsvirkjun vinnur einnig með ýmsum stofnunum og fyrirtækjum á vegum nýsköpunar, lista, hönnunar og umhverfismála. Þeir sem hafa áhuga á samstarfsverkefnum með Landsvirkjun á þessum sviðum geta haft samband beint við Magnús Þór Gylfason, starfandi yfirmann samskiptasviðs Landsvirkjunar á netfangið magnusth hjá lv.is

Fréttasafn Prenta