Frétt

Úthlutanir úr samfélagssjóði á þriðja ársfjórðungi 2010

30. september 2010

Ari Trausti Guðmundsson og Lífsmynd ehf (Valdimar Leifsson)
600.000 kr. til gerðar á kvikmynd um Þjórsárdal, náttúru, sögu og ferðaslóðir fyrir sjónvarp.

Rauði kross Íslands
500.000 kr. vegna auglýsingaherferðarinnar Göngum saman.

Borgarbændur slf.
300.000 kr. til undirbúnings byggingar gróðurhúsa í Reykjavík.

Hönnunarmiðstöð Íslands
280.000 kr. til að gera myndband með viðtölum við hönnuði og listamenn sem var á sýningunni "Náttúran í hönnun".

Frjálsíþróttasamband Íslands
250.000 kr. til að kynna nýtt fræðsluefni fyrir börn, fyrir íþróttakennurum og þjálfurum á landsbyggðinni.

Félag heyrnarlausra
200.000 kr. til rekstrar félagssins.

Tæknifræðingafélag Íslands
Hlaut 200.000 kr. til útgáfu ritanna: Tæknifræði á Íslandi og sögu Tæknifræðingafélags Íslands.

Héraðssamband Þingeyinga
Hlaut 160.000 kr. til kaupa á kerru fyrir félagið.

Krabbameinsfélag Íslands
121. 000 kr. til kaupa á Bleikum slaufum 2010 fyrir konur sem starfa hjá fyrirtækinu og kaup á vefborða til að hafa á vef fyrirtækisins.

Daufblindrafélag Íslands
100.000 kr. til rekstrar félagssins. Styrkurinn verður t.d. notaður til að greiða túlka og kostnað vegna fyrirlesara.

Skáklið Salaskóla
Hlaut 60.000 kr. ferðastyrk til að taka þátt í sveitakeppni Norðurlanda í skólaskák í september 2010.

 

Gyða - áhugamannafélags brottfluttra Bílddælinga
Hlaut styrk í formi samstarfs og aðstoðar við tæknivinnu og vegna uppbyggingar við að gera upp gömlu Rafstöðina á Bíldudal.

Fréttasafn Prenta