Stómeistarnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson urðu efstir og jafnir á mjög sterku helgarskákmóti Skáksambands Íslands sem fram fór í Ljósafossstöð um helgina með 7,5 vinning í 9 skákum. Þriðji varð Arnar E. Gunnarsson með 7 vinninga. Í 4.-8. sæti urðu Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfarsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Tómas Björnsson með 6 vinninga.
Telft var í sýningarsal Landsvirkjunar í stöðinni og gátu gestir og gangandi komið þar við og skoðað sýninguna Aflið í Soginu og fylgst með taflinu. Þátttakenur voru 42 að þessu sinni sem er nokkru fleiri en voru á helgarskákmóti í Blöndustöð sem haldin var síðastliðið sumar.
Röð efstu manna:
> 1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson 7,5 v. af 9
3. Arnar E. Gunnarsson 7 v.
4.-8. Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfarsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Tómas Björnsson 6 v.
9.-11. Jóhann H. Ragnarsson, Snorri Guðjón Bergsson og Halldór Garðarsson 5,5 v.
12.-18. Sigurður Daði Sigfússon, Dagur Arngrímsson, Guðmundur Halldórsson, Jón Árni Halldórsson, Stefán Bergsson, Halldór Pálsson og Sindri Guðjónsson 5 v.
Aukaverðlaun:
Kvennaverðlaun: Elsa María Þorfinnsdóttir
Barnaverðlaun: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Unglingaverðlaun: Dagur Arngrímsson
Undir 1600 stigum: Sindri Guðjónsson
1600-1895: Hilmar Þorsteinsson
1900-2195: Jóhann H. Ragnarsson
Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson.
Að loknu móti stilltu keppendur sér upp til myndatöku.
Einmunablíða var við Sogið þessa helgi.
Djúpt sokknir keppendur að tafli.
Hannes Hlífar Stefánsson og Halldór Halldórsson gera sig klára.
Aðstæður keppenda voru nokkuð góðar og margir lögðu leið sína að
Ljósafossi til þess að fylgjast með
Fágæt mynd af Skottu að tafli. Enginn skákmaður vill lenda á
móti skottu en svo nefnist það þegar menn sitja hjá í umferð.