Frétt

Fjölmennt helgarskákmót í Soginu

19. ágúst 2002

Stómeistarnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson urðu efstir og jafnir á mjög sterku helgarskákmóti Skáksambands Íslands sem fram fór í Ljósafossstöð um helgina með 7,5 vinning í 9 skákum. Þriðji varð Arnar E. Gunnarsson með 7 vinninga. Í 4.-8. sæti urðu Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfarsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Tómas Björnsson með 6 vinninga.

Telft var í sýningarsal Landsvirkjunar í stöðinni og gátu gestir og gangandi komið þar við og skoðað sýninguna Aflið í Soginu og fylgst með taflinu. Þátttakenur voru 42 að þessu sinni sem er nokkru fleiri en voru á helgarskákmóti í Blöndustöð sem haldin var síðastliðið sumar.

Röð efstu manna:
> 1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson 7,5 v. af 9
3. Arnar E. Gunnarsson 7 v.
4.-8. Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfarsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Tómas Björnsson 6 v.
9.-11. Jóhann H. Ragnarsson, Snorri Guðjón Bergsson og Halldór Garðarsson 5,5 v.
12.-18. Sigurður Daði Sigfússon, Dagur Arngrímsson, Guðmundur Halldórsson, Jón Árni Halldórsson, Stefán Bergsson, Halldór Pálsson og Sindri Guðjónsson 5 v.

Aukaverðlaun:
Kvennaverðlaun: Elsa María Þorfinnsdóttir
Barnaverðlaun: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Unglingaverðlaun: Dagur Arngrímsson
Undir 1600 stigum: Sindri Guðjónsson
1600-1895: Hilmar Þorsteinsson
1900-2195: Jóhann H. Ragnarsson

Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson.

Hópmynd af þátttakendum í helgarskákmóti
Að loknu móti stilltu keppendur sér upp til myndatöku.
Einmunablíða var við Sogið þessa helgi.

Helgarskákmót: Keppendur
Djúpt sokknir keppendur að tafli.

Helgarskákmót: Hannes Hlífar Stefánsson og Halldór Halldórsson
Hannes Hlífar Stefánsson og Halldór Halldórsson gera sig klára.

Helgarskákmót: Salurinn í Soginu
Aðstæður keppenda voru nokkuð góðar og margir lögðu leið sína að
Ljósafossi til þess að fylgjast með

Skotta á helgarskákmóti í Soginu
Fágæt mynd af Skottu að tafli. Enginn skákmaður vill lenda á
móti skottu en svo nefnist það þegar menn sitja hjá í umferð.

 

Fréttasafn Prenta