Frétt

Úthlutanir úr samfélagssjóði Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi 2011

17. mars 2011

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar. Hæsta styrkinn fékk Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit. Fuglasafnið hlaut 800.000 kr til áframhaldandi gerðar fræðslu- og kennsluefnis fyrir safnið.

Jóhannes Sturlaugsson/ Laxfiskar ehf og Friðrik Þór Friðriksson/ Leiknar myndir ehf. hlutu 500.000 kr. styrk til að leggja lokahönd á gerð náttúrulífsmyndar um Þingvallaurriðann.

Þriðja hæsta styrkinn hlaut samstarfsverkefni Hollvinafélags Galtarvita, Gallerí Kling og Bang og Þjóðfræðistofu, en þau hlutu 400.000 kr. til að setja upp myndlistasýninguna Hljómur norðursins á Galtarvita og í Gallerí Kling og Bang.

Upplýsingar um hina tólf styrkþegana er að finna hér:

Stofnun Árna Magnússon ISLEX
300.000 kr. til hljóðsetningar skandinavískrar orðabókar á netinu .

Landssamtök hjólreiðarmanna
300.000 kr. til að efla hjólreiðar með jákvæðri hvatningu og að efla umferðaröryggi með fræðslu.

Félag kvenna í nýsköpun – KVENN
250.000 kr til að skipuleggja á Íslandi ráðstefnu, sýningu og viðurkenningarathöfn fyrir Evrópskar konur í nýsköpun, GWIIN/EUWIIN (Global/European Women Inventors and Innovators Network)

Formula Student Iceland - Nemar í iðnaðar-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ
250.000 kr. til hönnun á Rafmagnskappakstursbíl.

Húsavíkurstofa
250.000 kr. til merkingar gönguleiða í nágrenni Húsavíkur og útgáfa göngukorts.

Músík í Mývatnssveit – Laufey Sigurðardóttir
250.000 kr. til að halda árlega tónlistarhátíð um páska í Mývatnssveit.

UN Women á Íslandi – Vitundarvakning í septembermánuði
200.000 kr. styrkur til gerðar innslaga fyrir sjónvarp. Þessi innslög verða sýnd sem hvatning til Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim og efla þær í viðleitni sinni til að skapa sér, börnum sínum og samfélagi sínu betri framtíð

Mývatnsstofa ehf.- Orkugangan á skíðum  
200.000 kr. styrk til að halda Orkugönguna, 60 km langa skíðagöngu frá Mývatnssveit til Húsavíkur.

7. bekkur Grunnskóla Hornafjarðar – sigurvegara í First LEGO keppninni á Ísland.  
150.000 kr. styrk til að fara á First LEGO alþjóðlega keppi í Hollandi

Rauði þráðurinn, María Reyndal
150.000 kr. til framleiðslu heimildamyndar um skólagöngu 9 ára stúlku á Nýja Sjálandi og Íslandi. Þar er skoðað það sem er líkt og ólíkt í kennsluaðferðum, kurteisis – og samskiptavenjum, menningu og lifnaðarháttum.

Úthlutað er úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar fjórum sinnum á ári og var þetta fyrsta úthlutun á árinu 2011. Næsta úthlutun verður í byrjun júní og er umsóknarfrestur til 25. maí.

Nánari upplýsingar um Samfélagssjóðinn og umsóknareyðublað má finna hér >>

Fréttasafn Prenta