Frétt

Landsvirkjun og Norræni fjárfestingarbankinn undirrita nýjan lánasamning

17. mars 2011

Lokagjalddagi lánsins er 2027 og ber lánið Libor millibankavexti auk hagstæðs álags.

Lánið er mikilvægur áfangi í heildarfjármögnun Búðarhálsvirkjunar en Landsvirkjun hefur unnið að fjármögnun verkefnisins á undanförnum misserum.

Vonir standa til að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ljúki fljótlega. Lánið er hið fyrsta sem bankinn veitir til íslensks fyrirtækis eftir október 2008.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:

Lánið er stór áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og við erum skrefi nær í að ljúka fjármögnun verkefnisins. Lánveiting bankans endurspeglar mikið traust á fyrirtækinu, en staða Landsvirkjunar hefur sjaldan verið sterkari.

Fréttasafn Prenta