Frétt

Tilboð opnuð í eftirlitsþjónustu Búðarhálsvirkjunar

22. mars 2011

Tilboð í eftirlitsþjónustu með byggingu Búðarhálsvirkjunar samkvæmt útboðsgögnum BUD-65 nr. 20024, dagsettum í janúar 2011, voru móttekin kl. 14.00 þann 22. mars 2011, á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Bjóðandi:

  1. Mannvit og Verkís
  2. Hnit hf.
  3. Almenna Verkfræðistofan, Geotek og VSÓ Ráðgjöf

Byrjað verður á því að fara yfir tæknileg tilboð bjóðenda. Að því loknu verða fjárhagsleg tilboð opnuð.

Fréttasafn Prenta