Frétt

Straumleysi á hluta Suðurlands aðfaranótt 31. mars

29. mars 2011

Talið er að hætta sé á því að veikleikinn geti síðar leitt til bilunar á spenninum. Því hefur verið ákveðið að skipta út umræddum aflspenni.  Reiknað er með að aðgerðin taki sex klukkustundir en meðan á henni stendur er nauðsynlegt að aftengja 66kV tengivirki og fjórar aflvélar Búrfellsstöðvar. Þetta mun orsaka straumleysi á hluta Suðurlands aðfaranótt 31. mars.  Landsvirkjun vonast til að notendur á Suðurlandi verði fyrir sem minnstum óþægindum af þessum sökum.

Fréttasafn Prenta