Frétt

Brú við Búðarháls yfir Tungnaá vígð

7. júní 2002

Vígsla á brú yfir TungnaáTilboði Arnarfells hf. í verkið var tekið og fengu þeir Höjgaard og Schultz á Íslandi sem undirverktaka. Verkfræðistofan Hönnun hf. sá um hönnun brúarinnar og Árni Kjartansson, arkitekt um útlit hennar.

Brúin er 100 m löng bogabrú úr stáli og steypu. Undirverktaka var falin stál- og steypuvinnu en jarðvinna var áfram í höndum aðalverktaka. Stálvirki í brúna voru smíðuð í Póllandi að mestu en sett saman í Vatnsfelli og á brúarstað. Forsteyptar einingar í brúana voru steyptar í Vatnsfelli og fluttar á byggingarstað og settar á stálbitana og síðan steypt yfir með steinsteypu sem framleidd var í Vatnsfelli. Fyrsta stál í brúna kom til landsins í byrjun desember en stálboganum var komið fyrir á undirstöðum í byrjun febrúar. Brúarvinnunni er nú í meginatriðum lokið og brúin tilbúin til notkunar þó enn sé eftir ýmis frágangsvinna. Vinnan við verkið hófst fyrir alvöru á haustmánuðum 2001. Unnið var við brúarsmíðina í allan vetur.

Brúarstæðið er rétt ofan við núverandi kláfferju, um 1 km fyri ofan Hald. Enn er unnið að undirbúningframkvæmdum við Búðarhálsvirkjun.

Fréttasafn Prenta