Þeir krakkar sem heimsækja stöðvarnar fá afhentar þrautabækur með orðaleikjum, völundarhúsum og ýmsum öðrum þrautum sem einnig má lita.
Allir krakkar sem skrifa sögu um heimsóknina til Landsvirkjunar og senda hana til Landsvirkjunar fá hana birta hér á vefnum. Sendið sögurnar ykkar í tölvupósti til: landsvirkjun@lv.is eða í pósti til:
Landsvirkjun ,,Ferðasaga"
Háaleitisbraut 68
103 Reykjavík
Hann Elvar Karel, 5 ára, var á ferðinni í Ljósafossstöð í ágúst. Þegar heimsóknin var búin teiknaði hann mynd og skrifaði þessa sögu:
Rafmagnsstöðin:
Einu sinni var ég að horfa á bíó í rafmagnsstöðinni og var ekkert hræddur. Svo fórum við í kaffistofuna að borða og súpa. Ég sá vélar til þess að búa til rafmagn. Ég sá líka lyftara og krana í loftinu á rafmagnsstöðinni. Ég teiknaði mynd af krananum og flotta lyftaranum og pabba að vinna í stiganum á rafmagnsvélinni. Svo fór ég út úr rafmagnsstöðinni og í sveitina í sumarbústaðinn með litabókina sem ég fékk.