Frétt

Síðasta sýningarhelgi í aflstöðvum

13. september 2002
Opið hús í Vatnsfellsstöð sunnudaginn 15. september frá kl. 13 til 17.
Karlakór Rangæinga verður með tónleika í stöðinni kl. 16. Skemmtileg efnisskrá.

Síðasta sýningarhelgi í Hrauneyjafossstöð opið laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 17.
Sjáið tillögur að listaverki við Vatnsfellsstöð - og kynnið ykkur rannsóknarverkefni sem LV tekur þátt í.

Sýningin ,,Aflið í Soginu" leggst í vetrardvala eftir helgina svo nú eru síðustu forvöð til að heimsækja Ljósafossstöð. Bergþór Pálsson syngur létt lög við undirleik Davíðs Þórs Jónssonar kl. 15:30 laugardaginn 14. september. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 18.

Fréttasafn Prenta