Helgarskákmót Skáksambands Íslands og Landsvirkjunar í Ljósafossstöð við Sogið
8. júlí 2002
Mótshaldari er Landsvirkjun í samvinnu við Skáksamband Íslands. Tefldar verða 9 umferðir, atskák eftir Monrad/Svissneska-kerfinu. Verðlaun eru mjög vegleg en heildarverðlaun nema 160.000 kr. auk aukaverðlauna.
Dagskrá Laugardagur 17. ágúst kl. 13-18 1.- 5. umferð Sunnudagur 18. ágúst kl. 13-17 6.- 9. umferð
Þátttökugjald Sextán ára og eldri: kr. 1.500,- Fimmtán ára og yngri: kr. 700,- Frítt fyrir stórmeistara og alþjóðlega meistara í kappskák
Fæði Matur, kaffi og meðlæti frítt fyrir keppendur.
Gisting Mögulegt er að gista í nágrenninu. Verð liggur ekki fyrir á þessari stundu. Panta þarf gistingu hjá SÍ í síma: 568 9141, kl. 10-13 eða í tölvupósti.
Rútuferðir Ef þátttaka reynist næg verða rútuferðir frá Reykjavík á mótið. Þeir sem hug hafa á rútuferð þurfa að skrá sig hjá SÍ.