Frétt

Hækkun á raforkuverði í heildsölu

2. júlí 2011

Hækkunin tekur til heildsölusamninga til sjö og tólf ára auk grunnorkusamninga Landsvirkjunar. Í þeim er kveðið á um að samningsbundið verð taki breytingum til samræmis við vísitölu neysluverðs einu sinni á ári.

Hækkunin nær ekki til annarra samninga í heildsölu Landsvirkjunar.

Verðhækkunin er í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs frá apríl 2010 til og með apríl 2011.

Fréttasafn Prenta