Frétt

Listsýning í Laxárstöð

20. júní 2002

Þar eru sýnd verk Hallsteins Sigurðssonar, myndhöggvara, sem byggjast á norrænu goðunum. Þeim er komið fyrir í göngum og hvelfingum Laxástöðvar. Því má segja að gestir fari í ferð úr mannheimum í goðheima og til baka aftur.

Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, hefur útbúið efni um goðin og heim þeirra sem gestir geta kynnt sér á sýningunni og í veglegum bæklingi. Sýningin er sett þannig upp að upplýsingar eru aðgengilegar bæði á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sýningin verður opin síðdegis alla daga í sumar. Á virkum dögum frá klukkan 13 til 17, en frá klukkan 13 til 18 um helgar.

 

Fréttasafn Prenta