Frétt

Áfanga náð með skýrslu um II. áfanga Rammaáætlunar

7. júlí 2011

Í gær náðist mikilvægur áfangi í umræðu um vernd og nýtingu náttúrusvæða þegar verkefnastjórn Rammaáætlunar skilaði skýrslu um niðurstöður II. áfanga. Markmið Rammaáætlunar er að forgangsraða þeim virkjunarkostum sem helst hefur verið horft til undanfarin ár með tilliti til nýtingar og verndar og er það stefna Landsvirkjunar að vinna samkvæmt niðurstöðum Rammaáætlunar.

Mikilvægt er að breið sátt náist um sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda og hvaða náttúrusvæði beri að vernda, og binda stjórnendur Landsvirkjunar miklar vonir við að hún náist með Rammaáætlun. Áfanginn sem náðist í gær er eitt skref á þeirri leið, og mun Landsvirkjun nú bíða þeirrar niðurstöðu sem fæst við meðferð Alþingis á málinu.

Landsvirkjun vinnur að rannsóknum á fjölmörgum virkjunarkostum og hefur gert samhliða vinnu við Rammaáætlun. Almennt séð virðast niðurstöður í samræmi við áherslur fyrirtækisins sem munu áfram taka mið af gerð Rammaáætlunar.

Fréttasafn Prenta