Frétt

Kjarasamningagerð Landsvirkjunar lokið

8. júlí 2011

Kjarasamningur milli Landsvirkjunar og Félags tæknimanna hjá Landsvirkjun var undirritaður þriðjudaginn 5. júlí síðastliðinn.  Með því er lokið allri kjarasamningagerð við þau stétta- og kjarafélög sem Landsvirkjun semur við.

Fyrsti kjarasamningur Landsvirkjunar var undirritaður þann 21. júní og var hann við Starfsgreina­samband Íslands (SGS). Tæpri viku síðar, þann 27. júní, var kjarasamningur við VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna undirritaður og því næst kjarasamningur við Rafiðnaðarsamband Íslands og Samiðn þann 4. júlí.

Allir þessir samningar eru á svipuðum nótum og kjarasamningurinn milli SA og ASÍ frá 5. maí síðastliðinn. Áfangahækkanir launa eru þær sömu, það er 4,25% þann 1. júní 2011, 3,5% þann 1. febrúar 2012 og 3,25% þann 1. febrúar 2013.  Í samningi Landsvirkjunar og SGS var einnig samið um  12.000 kr. að lágmarki á mánaðarlaun eða 4,25% þann 1. júní 2011. Þá eru sömu ákvæði um 50 þúsund kr. eingreiðslu og sérstaka orlofs- og desemberuppbót á árinu 2011 í gildi.

Fréttasafn Prenta