Frétt

Vatnsborðshækkun í Hágöngulóni

13. júlí 2011

Vatnsborð Hágöngulóns hækkaði um 70 cm í nótt. Hækkunin hófst um klukkan tvö í nótt og stóð til um klukkan átta í morgun, þegar dró verulega úr henni. Á hádegi sýndu tölur óbreytta vatnshæð í Hágöngulóni sem gefur til kynna að innrennsli og útrennsli hafi náð jafnvægi.

Landsvirkjun mun halda áfram að fylgjast vel með innrennsli í Hágöngulón til að meta stöðu atburða.

Vatnsaukningin rennur nú frá Hágöngulóni og yfir í Þórisvatn og hefur í för með sér aukið rennsli í Köldukvísl, sem liggur úr Hágöngulóni og yfir í Þórisvatn. Nægilegt rými er í Þórisvatni til að taka á móti vatninu.

Fréttasafn Prenta