Frétt

Landsvirkjun Power gerir samningvið Nukissiorfiit

19. júlí 2011

Verkið var boðið út í apríl síðastliðinn en í kjölfar af tilboði Landsvirkjunar Power ákvað Nukissiorfiit að semja við fyrirtækið um þessa þjónustu. Samningurinn kveður á um:

  1. Símaþjónustu ef eitthvað kemur upp á sem unnt er að leysa gegnum síma.
  2. Aðstoð í bilanatilfellum þar sem senda þarf menn á staðinn með stuttum fyrirvara.
  3. Aðstoð við reglubundið viðhald, svo sem skoðanir á vélum og búnaði virkjana og skoðun á háspennulínum.

 

Samningurinn gildir í 5 ár en Landsvirkjun og Landsnet munu aðstoða við framkvæmd samningsins eftir því sem þurfa þykir.

Fréttasafn Prenta