Miðlanir á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár eru nú þegar fullar og eru farnar á yfirfall en hlaup í Sveðju um miðjan mánuðinn flýtti fyllingu þeirra. Af þeim orsökum má búast við meira í rennsli í Þjórsá en verið hefur á sama tíma undanfarin ár.
Á Norðurlandi er gert er ráð fyrir að Blöndulón fyllist í næstu viku og fari á yfirfall, en búast má við auknu rennsli í Blöndu í kjölfarið.
Gott innrennsli er nú í Hálslón en lónið var í lægstu stöðu í byrjun júlí sökum kuldatíðar á Norður- og Austurlandi. Nú er vatnsstaðan 604,6 metrar yfir sjávarmáli og allt bendir til að Hálslón muni fyllast í lok ágúst.