Frétt

Fyrsta vatnsvélin í Fljótsdal tekin í notkun

18. október 2002

Virkjunin er nokkuð óvenjuleg, því henni hefur verið valinn staður í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar að Skriðuklaustri í Fljósdal. Vélin sem sett hefur verið upp er smækkuð útgáfa af vatnsaflsvirkjun og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig rafmagn er framleitt.

Þegar þrýst er á hnapp og skrúfað frá krana spýtist vatn á vatnshjól sem knýr lítinn rafala sem staðsettur er ofan á vélinni. Rafalinn framleiðir rafmagnið sem fær tvær ljósaperur til að lýsa. Eftir því sem meira vatn bunar á vatnshjólið, því meiri birtu gefa ljósaperurnar frá sér. Vatnsvélin er smíðuð af starfsmönnum Blönduvirkjunar, en þar gefst gestum einnig kostur á að prófa slíka vél.

Skólabörn skoða fyrstu vatnsvélina í Fljótsdal sem staðsett var í Skriðuklaustri

Þau Urður Inga og Kolbeinn Magnús gangsetja fyrstu vatnsvélina í Fljótsdal


Fréttasafn Prenta