Frétt

Jökulsárgöng lokuð vegna skoðunar og reglubundins viðhalds

26. ágúst 2011

Jökulsárgöng eru jarðgöng sem liggja frá Ufsarlóni og mæta aðrennslisgöngum frá Hálslóni á Fljótsdalsheiði. Göngin eru rúmir 13 km og um þau rennur alla jafnan það vatn sem safnast í Ufsarlón og Keldurárlón. Á meðan unnið verður í göngunum mun Jökulsá í Fljótsdal renna um botnrás Ufsarlóns. Þá hefur árleg skolun á Ufsarlóni jafnframt farið fram.

Hreinsað verður það efni af botni gangnanna sem borist hefur inn í þau og eins verður grjótgildra ganganna skoðuð og hreinsuð ef þurfa þykir. Einnig verður gert við smávægilegar steypuskemmdir í botni þeirra. Hreinsunin er hluti af reglubundinni skoðun og viðhaldi, en þetta er í fyrsta skipti sem göngin eru alveg tæmd og skoðuð.

Verkið var boðið út fyrr á árinu og var undirritaður samningur þar að lútandi við Þórsverk ehf.  en áætluð verklok eru í lok september.

 

Vatnið byrja að flæða út Aðgöng 2

Vatnið byrjar að flæða út um aðgöng 2

 

Karahnjukasvæðið

 

Fréttasafn Prenta