Frétt

Landsvirkjun gefur út skuldabréf til tíu ára

30. ágúst 2011

Skuldabréfin bera fasta 4,9% vexti sem greiðast tvisvar á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili er Íslandsbanki. Skuldabréfið er mikilvægur áfangi í fjármögnun Landsvirkjunar og verður meðal annars nýtt við fjármögnun framkvæmda á Norðausturlandi sem stefnt er að ráðast í á næsta ári. Landsvirkjun leggur nú mikla áherslu á að tryggja fjármögnun þeirra verkefna sem fyrirtækið hyggst ráðast í á næstu árum í ljósi óvissuástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Fréttasafn Prenta