Frétt

Verðtilboð í ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi opnuð í dag

31. ágúst 2011

Tvö tilboð frá þremur verkfræðistofum bárust í verkið, annarsvegar frá Mannvit hf. og Verkís hf., og hinsvegar frá Eflu hf. Tilboðin voru opnuð í tveimur þrepum en í fyrra þrepinu var opnaður sá hluti tilboðanna sem hafði að geyma upplýsingar um hæfi bjóðanda. Fyrri hluti tilboða voru opnuð í heyranda hljóði og í viðurvist fulltrúa bjóðenda, Landsvirkjunar og Þeistareykja ehf. þann 9. ágúst 2011.

Í framhaldi af opnun tilboða fór matsnefnd yfir tilboðin og lagði mat á hvort bjóðendur stæðust kröfur um hæfi sem gerðar voru í útboðsgögnum áður en verðtilboð skildu opnuð.

Niðurstaða matsnefndar er sú að tilboð Mannvits hf. og Verkís hf. taldist hafa mætt kröfum um hæfi og  var þeim því boðið að vera viðstaddir opnun verðtilboða. Opnunarfundur verðtilboða fór fram í dag klukkan 10 í viðurvist fulltrúa bjóðenda, Landsvirkjunar og Þeistareykja ehf.

Tilboð Mannvits hf. og Verkís hf. hljóðaði uppá kr. 2.946.617.123, að meðtöldum virðisaukaskatti.  Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði uppá kr. 3.327.100.882, að meðtöldum virðisaukaskatti. 

 

Fréttasafn Prenta