Frétt

Viðhaldsverkefni í Laxárstöð í fullum gangi

31. ágúst 2011

Viðhaldsverkefni í Laxárstöðvum hafa staðið yfir í allt sumar og er áætlað að þeim ljúki í október. Stærstu verkefnin felast í endurnýjun á aðrennslispípu fyrir Laxá II og endurbótum á þrýstijöfnunartanki. Framkvæmdir við endurnýjun aðrennslispípunnar eru í fullum gangi, verið er að ljúka við að leggja pípuna sjálfa og í framhaldinu verður hafist handa við jarðvegsvinnu til að hylja pípuna. Endurbótum á tankinum miðar einnig ágætlega og er nú unnið að sandblæstri á honum utanverðum. Á meðan sú vinna stendur yfir má gera ráð fyrir lokunum á vegi Nr. 854 sem liggur framhjá Laxárstöðvum. Framvinda verksins  er háð veðri og því ekki hægt að segja til um með fullri vissu hversu lengi Landsvirkjun mun þurfa að grípa til þess að loka veginum. Allar merkingar og lokanir eru unnar í nánu samstarfi við Vegagerðina. Verklok endurbóta í Laxárstöðvum eru áætluð aðra vikuna í október.

 

Framkvæmdir Laxá

Unnið er að endurbótum og viðhaldi í Laxárstöðvum. Á myndinni má sjá hvar ný aðrennslispípa hefur verið lögð. Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan október.

 

Fréttasafn Prenta