Frétt

Ný og endurbætt heimasíða Landsvirkjunar opnuð

18. október 2002

Nemendur úr Hallormsstaðaskóla mættu allir með tölu ásamt kennurum sínum þegar nýr vefur Landsvirkjunar var opnaður á Skriðuklaustri í Fljótsdal.

Krakkarnir voru hinir líflegustu og settu mikinn svip á þetta forna fræðasetur. Eins og komið hefur fram hér á vefnum tóku nemendurnir formlega í notkun fyrstu vatnsvélina í Fljótsdal á meðan á heimsókninni stóð. Að því loknu fengu tveir útvaldir nemendur að opna nýja heimasíðu Landsvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar. Er skemmst frá því að segja að opnunin tókst prýðilega og ríkti mikill fögnuður hjá nemendum þegar nýju síðurnar birtust.

Báðir vefirnir eru unnir af  hugbúnaðarfyrirtækinu Origo, sem sérhæfir sig í ýmsum veflausnum. Viðhalds- og vefumsjónarkerfið WebMaster er notað til þess að setja inn efni og breyta því sem fyrir er á vefnum.

Skriðuklaustur: Opnun á vef Landsvirkjunar

Þau Dagrún og Ágúst, nemendur í Hallormsstaðaskóla
aðstoðuðu við opnunina á vefjunum.

Að þessu loknu fengu krakkarnir fræðslu um raforkumál með ýmsum hætti. Hópnum var skipt í tvennt og fengu eldri krakkarnir meðal annars það verkefni að stýra heilu raforkukerfi. Þau yngri leystu einnig ýmsar þrautir.

Skriðuklaustur: Fræðsla um orkumál

 

Fréttasafn Prenta