Frétt

Ellefu verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar

5. september 2011

Hæsti styrkurinn kom í hlut Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, 700.000 kr. til uppbyggingar útikennslustofu og útieldunaraðstöðu á Úlfljótsvatni en þangað koma til náms skátar og grunnskólanemar alls staðar af að landinu ár hvert.

Annan hæsta styrkinn, eða 600.000 kr. hlutu Heimili og skóli, landssamtök foreldra,  til útgáfu námsefnis er fjallar um ábyrga notkun netsins og annarra nýmiðla og verður dreift í alla grunnskóla landsins.

Verkefnið Tákn á takteinum hlaut 500.000 kr. til þróunar á námsumhverfi og þekkingarbrunni á táknmáli fyrir farsíma. Verkefnið miðar að því að auka aðgengi heyrnarlausra að námsframboði en jafnframt auka þekkingu og vitund almennings um táknmálið. Það er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra á Íslandi sem stendur að verkefninu.

Stígamót, grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi, hlaut 500.000 kr. styrk til að kosta götukynningar og auglýsingaátak sem hefur það markmið að safna mánaðarlegum styrktaraðilum til að tryggja starfsemi samtakanna.

Þá hlaut Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) 500.000 kr. styrk í tengslum við kvikmyndahátíðina sem fram fer í lok septembermánaðar ár hvert.

 

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni

700.000 kr. styrkur til uppbyggingar útikennslustofu og útieldunaraðstöðu á Úlfljótsvatni er nýtist skátum og grunnskólanemum hvaðanæva af landinu.

SAFT og Heimili og skóli, landssamtök foreldra

600.000 kr.  til prentunar og útgáfu námsefnis er fjallar um ábyrga notkun netsins og nýmiðla og verður dreift í alla grunnskóla landsins.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra á Íslandi

500.000 kr. styrkur til þróunar á námsumhverfi og þekkingarbrunni á táknmáli fyrir farsíma.

Stígamót, grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi

500.000 kr. styrkur til að kosta götukynningar og auglýsingar á átaki sem hefur það markmið að safna mánaðarlegum styrktaraðilum til starfsemi samtakanna.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF)

500.000 kr. til alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar sem haldin er í september ár hvert.

Tónlistarsafn Íslands

400.000 kr. til verkefnisins Íslensk tónmenning gerð lifandi.  Markmiðið er að hljóðrita tónmenningu þjóðarinnar eins og hún hún birtist í varðveittum bókum allt frá 16. öld og gera hana aðgengilega almenningi í gegnum gagnagrunninn Ismus sem verður opnaður í haust.

Hlemmur – Lækjartorg, Sögusýning við Laugaveg sumar 2012

250.000 kr. til að setja upp sögusýningu á Laugavegi sem vegfarendur koma til með að njóta er þeir ganga götuna. Efnið á sýningunni verður fjölbreytt og er ætlunin að flétta saman leiki fyrir börn og fullorðna þannig að ferð á sýninguna gæti orðið skemmtileg samverustund fyrir fólk á öllum aldri.

Kammerkór Norðurlands

250.000 kr. stuðningur við starfsemi kórsins og tónlistarlíf á Norðurlandi.

Stuðningsfélag einstakra barna

120.000 kr. styrkur til stuðningsfélags barna og ungs fólks með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma og fatlanir.  Styrkurinn verður nýttur til að bæta félagsaðstöðu barnanna og kosta sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga.

Blóðgjafafélag Íslands

100.000 kr. styrkur til þýðingar, staðfærslu og útgáfu á fræðsluefni fyrir unglinga um blóðgjöf. Markmiðið með útgáfunni er að vekja athygli, áhuga og árverkni ungs fólks gagnvart þörfinni fyrir gjafablóð til lækninga á Íslandi.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga

80.000 kr. til Héraðsmóts á Blönduósi, þar sem keppa íþróttamenn frá öllum aðildarfélögum USAH.

Fréttasafn Prenta