Frétt

Landsvirkjun gefur út skuldabréf til sjö ára

6. september 2011

Skuldabréfin eru seld á 4,3% ávöxtunarkröfu.  Vextir greiðast einu sinni á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili er Arctica Finance hf.

Samhliða útgáfunni hefur Landsvirkjun náð samkomulagi um fullnaðaruppgjör gjaldmiðlavarnarsamninga við skilanefnd Landsbankans að fjárhæð 3,2 milljónir Bandaríkjadollara. Landsvirkjun hafði tekið tillit til stöðu samninganna í uppgjörum sínum frá 2007.

Skuldabréfið er liður í almennri fjármögnun Landsvirkjunar og verður meðal annars nýtt við fjármögnun framkvæmda á Norðausturlandi sem stefnt er að ráðast í á næsta ári. Með þessari útgáfu hefur fyrirtækið náð mikilvægum áfanga í fjármögnun verkefna sem fyrirtækið hyggst ráðast í á næstu árum.

Fréttasafn Prenta