Frétt

Hálslón orðið fullt

14. september 2011

Hálslón hefur náð yfirfallshæð, sem er 625 metrar yfir sjávarmáli og vatn  úr lóninu mun því renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í Jökulsár á Dal í kjölfarið. Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi sem er tilkomumikill foss á að líta.

Foss

Þann 28. september næstkomandi eru fimm ár síðan Hálslón byrjaði að myndast en lónið hefur fyllst á hverju ári síðan árið 2007.

Vorið 2011 var óvenju kalt og fylling lónsins gekk því mjög hægt fram eftir sumri en hlýindakaflinn í júlí skilaði sér hinsvegar í góðu innrennsli. Lónið fyllist nú rúmum sex vikum síðar en á árinu 2010 sem var óvenju hlýtt.

 

 Ár  Dagsetning 
 2011    13. september  
 2010    28. júlí  
 2009    9. september  
 2008    16. ágúst  
 2007    18. október  

 

 Vatnsmagn Hálslóns

 

 

 

Fréttasafn Prenta