Frétt

Kort af ferðaleiðum sunnan Hofsjökuls

30. október 2002

Kort: Ferðaleiðir sunnan HofsjökulsEins og heiti kortsins ber með sér sýnir það ferðaleiðir sunnan Hofsjökuls. Á því er merkingar sem sýnir alla akvegi og þekkta slóða. Einnig er á því að finna ýmsar göngu- og reiðleiðir.

Á bakhlið kortsins eru lýsingar á gögu- akstursleiðum. Gönguleiðunum eru gefnar einkunnir eftir því hversu erfiðar þær eru. Sagt er frá helstu áfangastöðum og finna má símanúmer fyrirtækja sem sinna ferðaþjónustu á svæðinu.

Þetta ferðakort er liður í þeirri stefnu Landsvirkjunar að efla ferðamennsku og útivist á virkjunarsvæðum og stuðla að því með sveitarstjórnum, stjórnvöldum og ferðaþjónustunni að byggja upp inniviði ferðamensku á starfssvæðum fyrirtækisins.

Kortið, sem bæði er gefið út á íslensku og ensku er teiknað af Áskeli Heiðari Ásgeirssyni. Það var unnið í náinni samvinnu við fagfólk og staðkunnuga

Kortið verður til sölu á almennum markaði, í bókabúðum, bensínafgreiðslustöðum. Um dreifingu sér Hið íslenska bókmenntafélag.

Áður hefur Landsvirkjun gefið út kort af svæðinu norðan Vatnajökuls. Kortið hefur notið mikilla vinsælda og er það nú nær uppselt.

Fréttasafn Prenta