Frétt

Moody’s hækkar lánshæfi Landsvirkjunar úr Aa3 í Aaa

31. október 2002

Þetta er hæsta einkunn sem fyrirtæki geta fengið hjá Moody’s og er eingöngu ætluð traustustu fyrirtækjum í heimi.

Þessi hækkun kemur í kjölfarið á sambærilegri breytingu lánshæfiseinkunnar erlendra skulda íslenska ríkisins frá 20. október sl.

Að mati Landsvirkjunar eru þetta skýr skilaboð um traustan rekstur og jafnframt viðurkenning á mikilvægi fyrirtækisins fyrir íslenskt atvinnulíf.  Þá er ljóst að fyrirtækið getur búist við að fá enn hagstæðari kjör á erlendum lánamörkuðum sem er gott veganesti fyrir væntanlegar virkjanaframkvæmdir.

Fréttasafn Prenta