Frétt

Góðir gestir hjá Landsvirkjun á vísindadögum

6. nóvember 2002

Það voru unglingar úr Klébergsskóla, Korpuskóla, Laugalækjarskóla, Seljaskóla, Hjallaskóla og Lækjarskóla sem fengu það vandasama verkefni að reka sumarbúðir unglinga á ímyndaðri eyju. Á eyjunni áttu þau að reisa 100 MW orkuver og reka það fyrir unglingana á eyjunni.

Til hjálpar höfðu þau tölvuleik sem sýndi þeim ýmsar áhugaverðar staðreyndir um orkunotkun eyjarskeggja og kostnaðinn við orkunotkunina. Ekki voru eingöngu reist vatnsorkuver á eyjunni heldur voru þar einnig rekin kolaorkuver, vindorkuver og sólarorkuver. Með þessu móti fékkst ágætur samanburður á ýmsum orkugjöfum og í ljós kom stofnkostnaður á mismunandi orkuverum.

Gestirnir leystu verkefnin vel af hendi og kynntu vinnuhópar að lokum niðurstöður sínar. Gerðu það margir hverjir af mikilli fagmennsku.

Vísindadagur hjá Landsvirkjun 2002

Hér brjóta nemendur og leiðbeinendur heilann um eðli vatnsorkunnar.

Fréttasafn Prenta