Frétt

Landsvirkjun kynnir jafnorkusamninga til eins árs

17. október 2011

Landsvirkjun býður öllum sölufyrirtækjum jafnorkusamninga á hagstæðum kjörum til eins árs frá og með næstu áramótum. Jafnorka er rafmagn sem er afhent allt árið með jöfnu álagi til viðskiptavina. Nýir jafnorkusamningar eru liður í endurskipulagningu á sölukerfi Landsvirkjunar og eru kynntir í kjölfar þess að fyrr í ár var samningum um sölu á ótryggðri orku sagt upp.

Nýju samningarnir hafa þegar verið kynntir núverandi samningsaðilum en sveitarfélögum sem nýtt hafa orkuna til rafhitunar bjóðast áfram sérstaklega hagstæð kjör.

Landsvirkjun vonast til að nýtt sölufyrirkomulag hafi jákvæð áhrif á markaðinn og neytendur en markmiðið með því er að jafna aðgang kaupenda að raforku og auka gagnsæi sölukerfisins.

Fréttasafn Prenta