Frétt

Vatni hleypt á Jökulsárgöng

21. október 2011

Vatni var hleypt á Jökulsárgöng síðasta laugardag en göngunum var lokað og þau tæmd af vatni til að sinna reglubundinni skoðun og viðhaldi. Göngin voru lokuð í átta vikur.

Jökulsárgöng eru jarðgöng sem liggja frá Ufsarlóni og mæta aðrennslisgöngum frá Hálslóni á Fljótsdalsheiði. Göngin eru rúmir 13 km og um þau rennur alla jafnan það vatn sem safnast í Ufsarlón og Keldurárlón. Á meðan unnið var í göngunum rann Jökulsá í Fljótsdal um botnrás Ufsarlóns.

Á meðan á lokun stóð var gert við smávægilegar steypuskemmdir í botni gangnanna og hreinsaður sandur og leir af botni þeirra. Allt að 78 rúmmetrar af efni var hreinsað úr göngunum. Einnig var hreinsað úr grjótgildrum gangnanna.

Jökulsárgöng voru tæmd á dögunum sökum ástandsskoðunar.

Jökulsárgöng voru tæmd vatni og lokuð vegna
ástandsskoðunar og viðhalds. Göngin eru nú komin
í fulla notkun.

Fréttasafn Prenta