Frétt

Stefnir í metaðsókn á haustfundi Landsvirkjunar

15. nóvember 2011

Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins. Árið 2010 markaði Landsvirkjun sér stefnu en í henni er lögð áhersla á að hámarka arðsemi fyrirtækisins.  Á haustfundinum verður því leitast við að draga fram áhrif hinar nýju stefnu á rekstur Landsvirkjunar og hvernig Landvirkjun geti náð markmiði sýnu að verða leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.

 

haustfundur

Fréttasafn Prenta