Frétt

Standard & Poor's breytir horfum á lánshæfismati Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar

24. nóvember 2011

Mat fyrirtækisins á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, BB, helst óbreytt.  Tilkynning Standard & Poor's kemur í kjölfar samskonar breytingar sem fyrirtækið hefur gert fyrir lánshæfismat ríkissjóðs tilkynnt þann 23. nóvember.

Að mati Standard & Poor's endurspeglar breytingin almennt bættar efnahagshorfur á Íslandi. Landsvirkjun telur að þessi breyting hafi takmörkuð áhrif á útistandandi skuldabréf fyrirtækisins.

Fréttasafn Prenta