Frétt

Landsvirkjun endurnýjar samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík

25. nóvember 2011

Við þetta tækifæri lýstu báðir aðilar yfir ánægju með áframhaldandi samstarf en Landsvirkjun og Listahátíð hafa lengi átt farsælt samstarf og var Landsvirkjun einn af aðalsamstarfsaðilum hátíðarinnar árið 2011.

Listahátíð 2012 er sú tuttugasta og sjötta í röðinni og verða sem fyrr fjöldi spennandi viðburða af ólíkum toga á dagskrá vítt og breitt um borgina. Að þessu sinni verður norræn samtímalist áberandi á hátíðinni en einnig skipar tónlist veigamikinn sess og verða fjölmargir tónleikar í boði, jafnt klassík, popp og heimstónlist. Stór sviðsverk verða sýnd í Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu auk nýrra íslenskra leikverka sem verða sett upp á óvenjulegum stöðum í borginni. Heildardagskrá Listahátíðar verður kynnt eftir áramót.

Undirritun-listahatid

Á myndinni eru Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að lokinni undirritun samningsins.

 

 

Fréttasafn Prenta