Frétt

Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar auglýsir styrki til náms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála

28. nóvember 2011

Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Í ár er sérstaklega  hvatt til umsókna sem stuðla að því að minnka umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana með nýtingu eða förgun á gastegundum og afrennsli.

Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki:

Styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi

Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála.

Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála

Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum.

 

Í þessari úthlutun eru í heild allt að 58 milljónir króna til ráðstöfunar, allt að 48 m.kr. til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og allt að 15 m.kr. til styrkja fyrir 10 - 20 nemendur í meistara- og doktorsnámi.

Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á netfang sjóðsins; orkurannsoknasjodur@lv.is.

Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is.
Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2012. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Styrkveitingar orkurannsóknarsjóðs Landsvirkjunar miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri auk þess að tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar.

Ítarefni og eyðublöð:
Úthlutunarreglur Orkurannsóknarsjóðs
Umsókn um námsstyrk A flokkur
Umsókn um námsstyrk B flokkur

Sjá einnig:
Úthlutanir úr sjóðnum 2011 og 2010

Fréttasafn Prenta