Frétt

Landsvirkjun hvetur til umræðu um framtíð gagnavera á Íslandi

9. desember 2011

Rúmlega hundrað manns sóttu fundinn en tilgangur hans var að efna til umræðu á meðal hagsmunaaðila um framtíðarmöguleika  gagnaversiðnaðar hér á landi.  Hjá Landsvirkjun hefur áður komið fram að fyrirtækið horfi meðal annars til gagnavera í tengslum við stefnu fyrirtækisins að þróa öflugan og fjölbreyttan viðskiptavinahóp til framtíðar.

gagnaver4gagnaver3

Möguleikar og markaðstækifæri

Halldór Sigurðsson, Jr. Partner hjá McKinsey, fjallaði um þau tækifæri sem felast í því að fá þennan iðnað hingað til lands.  Halldór sagði að mikil gagnaversumræða á Íslandi væri skiljanleg í ljósi þess að landið hefði mikla möguleika á að þjónusta iðnaðinn með hætti sem gæti fært Íslandi mikil verðmæti í framtíð. Gagnaversiðnaður getur sömuleiðis haft mikinn hag af því að starfa hér á landi.  Halldór lagði áherslu á að alþjóðleg samkeppni um þennan iðnað væri mikil og því nauðsynlegt að hagsmunaaðilar vinni með markvissum og samstilltum hætti að því að laða hann hingað til lands.

Staða Íslands

Isaac Kato, fjármálastjóri hjá Verne, tók næstur til máls og beindi sjónum sínum að þróun iðnaðarins síðastliðin ár og framtíðarmöguleikum.  Isaac talaði um að iðnaðurinn væri loks að komast í gang á Íslandi og hefði mikla möguleika en öflugan stuðning þyrfti til að raungera þá möguleika sem eru til staðar. Sérstaklega þyrfti að skýra myndina í framtíðar orkuuppbyggingu á Íslandi, gagnaflutningsverð væru á réttri leið en þyrftu að lækka og að stjórnsýsla þyrfti að vinna  áfram að bættu laga- og skattaumhverfi.  Að síðustu nefndi Isaac mikilvægi þess að vel gangi með rekstur þeirra gagnavera sem þegar hafa tekið hér til starfa.

Framtíðarsýn og aðgerðaáætlun

Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun, sagði það mat fyrirtækisins að Ísland gæti orðið samkeppnishæft í þjónustu við gagnaversiðnað. Tækifærin  væru fyrir hendi og því væri gagnaversiðnaðurinn byrjaður að koma til landsins.  Ríkarður sagði að það væri mikilvægt að íslenskt samfélag áttaði sig á því að nýr íslenskur iðnaður væri  að verða til og svo hann gæti dafnað þyrfti  skýra framtíðarsýn og samstillt átak hagsmunaaðila í orkugeira, rekstri innviða, stjórnvalda og rekstraraðila í iðnaðinum.

 

gagnaver2Við pallborð sátu auk fyrirlesara:

Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr,
Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar Þórður Hilmarsson, Invest in Iceland
Helgi Þór Ingason, dósent við HR

Umræðum stýrði Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar.

 

 

 

 

 

Kynning: Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun

Fréttasafn Prenta