Frétt

Fimmtán verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar

22. desember 2011

Hæsti styrkurinn, eða ein milljón króna, kom í hlut Garðarshólms, miðstöð sjálfbærni sem rísa mun á hafnarbakkanum á Húsavík. Miðstöðin mun beita sér fyrir rannsóknum og fræðslu á öllu sem viðkemur sjálfbærni og hvernig sætta má samlíf manns og náttúru.

Annar hæsti styrkurinn, eða 500.000 kr., kom í hlut Landverndar  til útgáfu handbókar fyrir Vistvernd í verki. Vistvernd í verki er alþjóðlegt samfélagsverkefni sem leiðbeinir þátttakendum í leit þeirra að sjálfbærum lífstíl og samfélagi og stuðlar þannig að bættri umhverfismeðvitund og hegðun.

Þá hlaut samstarfsverkefni um nýja og samræmda heildarþýðingu allra íslendingasagna á þrem Norðurlandamálum, 400.000 kr. styrk.  Það er Saga forlag sem stendur að verkefninu. 


Upplýsingar um aðra styrkþega er að finna hér

Úthlutað er úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar ársfjórðungslega. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í mars 2012 og er umsóknarfrestur til 25. febrúar.

Fréttasafn Prenta