Hæsti styrkurinn, eða ein milljón króna, kom í hlut Garðarshólms, miðstöð sjálfbærni sem rísa mun á hafnarbakkanum á Húsavík. Miðstöðin mun beita sér fyrir rannsóknum og fræðslu á öllu sem viðkemur sjálfbærni og hvernig sætta má samlíf manns og náttúru.
Annar hæsti styrkurinn, eða 500.000 kr. kom í hlut Landverndar til útgáfu handbókar fyrir Vistvernd í verki. Vistvernd í verki er alþjóðlegt samfélagsverkefni sem leiðbeinir þátttakendum í leit þeirra að sjálfbærum lífstíl og samfélagi og stuðlar þannig að bættri umhverfismeðvitund og hegðun.
Þá hlaut samstarfsverkefni um nýja og samræmda heildarþýðingu allra íslendingasagna á þrem Norðurlandamálum, 400.000 kr. styrk. Það er Saga forlag sem stendur að verkefninu.
Önnur verkefni sem hlutu styrk eru:
Þjóðsaga – nýtt tónverk við frumsamda sögu sem innblásin er af þjóðsögunni Systkinin í Ódáðahrauni
250.000 kr. til að flytja verkið í eða í námunda við Vatnajökulsþjóðarð þar sem sagan í verkinu gerist.
Alþýðuóperan
250.000 kr. til þróun nándaróperu og óperufræðslu fyrir alþýðu.
Íslandsnefnd Ung Nordisk Musik
250.000 kr. til norrænnar tónlistarhátíðar ungra tónskálda sem haldin verður í Reykjavík á næsta ári.
700IS Hreindýraland
250.000 kr. til listahátíðar á Austurlandi í mars 2012.
Klúbburinn GEYSIR
250.000 kr styrkur til félags einstaklinga sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að stríða.
EFLING KVENNA – verkefni á vegum Tengslanets austfirskra kvenna
250.000 kr. til að standa að ráðstefnu um jafnréttismál á Austurlandi auk þess að gefa út blað sem dregur ritstörf kvenna fram í dagsljósið.
FRÆ kvikmyndir
200.000 kr. styrkur til gerðar stuttmyndar um krakka á aldrinum 10-13 ára sem meðal annars er ætluð til sýninga í grunnskólum.
Gunnar Sigurgeirsson – Filmsýn
200.000 kr til gerðar heimildamyndar um bóndann, safnvörðinn og vitavörðinn Sigurður Pálsson á Baugsstöðum í fyrrum Stokkseyrarhrepp.
Jarðfræðafélag Íslands
150.000 kr. styrk til að standa að Vetrarmóti norrænna jarðfræðinga í Reykjavík
Karlakórinn Heimir í Skagafirði
100.000 kr. styrk til að flytja sígilda Vínartónlist á þrettándatónleikum í Skagafirði.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
75.000 kr. styrkur
Velferðarsjóður Þingeyinga
75.000 kr. styrkur