Frétt

Landsvirkjun hlýtur viðurkenningu fyrir fegurri sveitir

3. desember 2002

Loftmynd af SteingrímsstöðTil margra ára hafa verið starfræktir sumarvinnuflokkar á starfsstöðvum Landsvirkjunar sem fegra og snyrta umhverfið. Fyrir tveimur árum var ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum þar sem vinnuafl þessara flokka var boðið fram til verkefna á sviði ferðamála, útivistar og umhverfismála. Þannig hefur komist á samstarf við fjölmarga aðila um land allt. Vel þjálfaðir unglingar frá Landsvirkjun hafa látið til sín taka um allt land síðastliðin sumur og sveitirnar orðið fegurri eftir.

Á ráðstefnu verkefnisins „Fegurri sveitir“ flutti Þorsteinn Hilmarsson kynningu á starfi sumarvinnuflokkanna og fjallaði um ábyrgð fyrirtækja á ásýnd sveitanna. M.a. gerði hann að umtalsefni samspil mannvirkja og náttúru og hvernig afstaða manna til þess hefur breyst í gegnum tíðina. Meðfylgjandi glærur sýna þróunina í hönnun og útliti virkjana.

Viðhengi:
Fyrirlestur Þorsteins Hilmarssonar


Fréttasafn Prenta