Frétt

Rannsóknir á notkun DDT og styrk í jarðvegi gefnar út

10. janúar 2012

Varnarefnid-DDT-gegn-myvargi-vid-SteingrimsstodLandsvirkjun hefur gefið út skýrslu þar sem greint er frá notkun þrávirka lífræna varnarefnisins DDT á árunum 1957 og 1958. Efnið var notað gegn mývargi á byggingartíma Steingrímsstöðvar og hvarf bitmý tímabundið af svæðinu í kjölfar aðgerða.

Í skýrslunni, sem unnin er af Verkís fyrir Landsvirkjun, er fjallað um DDT og greint frá löggjöf og umhverfiskröfum hér á landi og erlendis. Þá er gerð grein fyrir mælingum á DDT efnum í jarðvegi og seti og lagt mat á mengun svæðis við Steingrímsstöð og í Úlfljótsvatni og áhrif á lífríki.

Við mælingar fundust DDT efni bæði í seti og jarðvegi og var styrkur þeirra hærri en á viðmiðunarsvæðum á Íslandi. Styrkur DDT efna er hins vegar lítill í samanburði við viðmiðanir annarra þjóða og ekki talinn geta skapað hættu eða valdið mönnum eða dýrum skaða. Áhrif á lífríki eru talin staðbundin en ekki varanleg þar sem bitmý og annað vatnalíf hefur tekið við sér að nýju og hefur framhjárennsli í Efra Sogi á undanförnum árum einnig haft jákvæð áhrif á vatnalíf.

 

Skýrsluna má nálgast hér: Varnarefnið DDT gegn mývargi við Steingrímsstöð

Fréttasafn Prenta