Frétt

Landsvirkjun og Sundsamband Íslands undirrita samstarfssamning

13. janúar 2012

Báðir aðilar lýstu yfir ánægju með samstarfið við þetta tækifæri og Hörður sagði stuðning sem þennan vera Sundsambandinu mikilvægan til að halda úti öflugu starfi, ekki síst í ár þegar ólympíuleikar eru handan við hornið.

Samstarfssamningurinn felur í sér að Landsvirkjun verður einn af bakhjörlum SSÍ sundárið 2012 og mun stuðningurinn  fyrst og fremst nýtast til undirbúnings sundfólks fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í London í ágúst 2012.  Sá undirbúningur er nú í fullum gangi og er sundfólkið á ferð og flugi í æfingabúðum auk þess að taka þátt í mótum sem gefa möguleika á að ná lágmörkum inn á leikana.

Í ólympíuhóp SSÍ eru nú alls þrettán einstaklingar á aldrinum 16 til 29 ára en það verður ekki endanlega ljóst fyrr en 20. júní hverjir öðlast keppnisrétt á leikunum samkvæmt reglum Alþjóðasundsambandsins.

 

SSI_undirskrift

Á myndinni eru þau Ragna Sara Jónsdóttir yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar og Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ við undirritun samningsins.

 

 

 

Fréttasafn Prenta